Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 14:21:46 (2175)

2002-12-05 14:21:46# 128. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[14:21]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf ekki að endurtaka þær yfirlýsingar sem ég hafði hér um Byrgið. Því fylgir fullur hugur allra þeirra sem að því máli koma.

Varðandi fé til atvinnuþróunarfélaganna urðu allnokkrar umræður í fjárln. um atvinnuþróunarfélög og atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni. Nefndinni bárust margvíslegar ábendingar um mikilvægi þessara atvinnuráðgjafa. Launamál og launabreytingar hvað þá varðar hafa raskað rekstrargrunni og rekstrarmöguleikum þeirra og þeirra starfi. Þar hlýtur að koma til kasta Byggðastofnunar og heimamanna sjálfra á því sviði. Taldi meiri hluti nefndarinnar sér ekki fært á þessu stigi að grípa inn í þau efni.