Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 16:30:01 (2200)

2002-12-05 16:30:01# 128. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[16:30]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta var furðuleg ræða. Hv. þm. byrjaði á því að tala um samhjálparviðhorfin hjá Sjálfstfl., taldi þau vera svo góð og merk og þá er hægt að spyrja: Hvað finnst honum um afstöðu og stöðu mæðrastyrksnefndar um þessi jól eða afstöðu Öryrkjabandalagsins á undanförnum missirum og samhjálparhuginn hjá Sjálfstfl. sem hann mærir svo mjög? Hann talar um góð fjárlög og góðan hagvöxt. Við erum með lægri hagvöxt en aðrar þjóðir og lægri hagvöxt á næsta ári. Hv. þm. fer hér með fleipur, talar um að virkja og veiða. Það er hægt að bæta við þriðja vaffinu sem er vitleysa. Hann veit ekkert, þingmaðurinn, hvað hann er að tala um þegar hann talar niður til Hafrannsóknastofnunar, talar niður til vísinda enda tekur enginn maður undir þessar fullyrðingar hans hér um að það eigi að veiða og veiða og veiða. Við höfum reynslu af því hér á landi að veiða umfram ráðgjöf. Þó að Hafrannsóknastofnun og vísindamennirnir þar viti ekki allt vita þeir mest hér og við eigum að vinna úr því en koma ekki hér með þvílíka fjarstæðu sem lýsti sér í málflutningi hv. þingmanns.