Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 16:31:33 (2201)

2002-12-05 16:31:33# 128. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[16:31]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég gat þess einmitt að hagvöxturinn væri of lítill, hann væri nánast enginn. Ég sagði að það væri hættulegt að hafa svo lítinn hagvöxt, hann væri minni en í Evrópu og þess vegna þyrftum við að taka til okkar ráða.

Ég veit um það og það liggur alltaf fyrir gagnvart hinum samþykkta sannleika að þeir sem eru ósammála eru taldir óábyrgir. Þeir sem eru eitthvað að mótmæla því og hafa einhverjar athugasemdir eru alltaf taldir kverúlantar, fífl eða asnar. Það er hið almenna viðhorf. Þannig hefur það alltaf verið og ég gat þess líka sérstaklega að ég vissi allt um það. Óábyrgur dóni, ruddi, ég þekki þetta allt saman. Ég hef sagt það sem ég hef sagt um Hafrannsóknastofnun vegna þess að allt um þetta liggur fyrir skjalfest. Það hefur enginn vanvirt þá stofnun nema vísindamennirnir sjálfir þegar þeir tóku til baka margra ára rannsóknir sínar og gerðu ekkert úr þeim.