Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 23:54:57 (2251)

2002-12-05 23:54:57# 128. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Frsm. 1. minni hluta EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[23:54]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Einar Már Sigurðarson) (andsvar):

Herra forseti. Vegna orða hæstv. ráðherra er rétt að taka fram að ég held að athugasemdirnar um upplýsingastreymið eigi einna síst við um fjmrn. Það eru önnur ráðuneyti, því miður, sem ekki hafa staðið sig sem skyldi og ég þakka undirtektir hæstv. ráðherra varðandi þann hluta.

Þetta verður síðasta innkoma mín í þessa umræðu og þess vegna vildi ég nota tækifærið hér að lokum til að þakka samstarfið í fjárln. Það hefur auðvitað á stundum hvesst á milli meiri og minni hluta en það er eðli þeirra starfa sem fram fara í nefndinni. Á heildina litið hefur þetta samstarf verið með ágætum. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka hæstv. fjmrh. fyrir innkomu hans í þessa umræðu og þær upplýsingar sem hann hefur gefið og vona að áfram megi vera farsælt samstarf milli aðila í þessum efnum.