Tilkynning um dagskrá

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 10:32:16 (2253)

2002-12-06 10:32:16# 128. lþ. 48.92 fundur 300#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[10:32]

Forseti (Halldór Blöndal):

Að lokinni atkvæðagreiðslu um tvö fyrstu dagskrármálin fer fram umræða utan dagskrár um ástandið á kjötmarkaðnum. Málshefjandi er hv. þm. Þuríður Backman. Hæstv. landbrh. Guðni Ágústsson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.