Fjáraukalög 2002

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 10:45:42 (2260)

2002-12-06 10:45:42# 128. lþ. 48.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., GE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[10:45]

Gísli S. Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við stöndum að mestu frammi fyrir orðnum hlut varðandi fjárráðstöfun vegna ársins 2002. Ég vek athygli á að hér er ekki um lokauppgjör að ræða. Það er ekki fyrr en lokafjárlög vegna ársins 2002 liggja fyrir að það er klárt. Einnig þarf að liggja fyrir álit Ríkisendurskoðunar á reikningi ársins áður en raunverulega er hægt að loka málinu. Af framangreindum ástæðum situr þingflokkur Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu fjáraukalaga.