Fjáraukalög 2002

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 10:49:16 (2262)

2002-12-06 10:49:16# 128. lþ. 48.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[10:49]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs greiða atkvæði gegn þessum útgjaldaliðum, 220 millj. kr. framlagi í tengslum við einkavæðingu ríkisstjórnarinnar á árinu. Það gerum við á þeirri forsendu að viðhlítandi skýringar hafa ekki verið gefnar í þinginu um sundurgreiningu fjárins eða hvernig því er ráðstafað. Stofnunum ríkisins er eðlilega gert að skýra og skilgreina rækilega hvernig skattfé er ráðstafað en þegar kemur að einkavæðingunni opnar ríkisstjórnin allar fjárhirslur almennings fyrir sjálftöku meintra sérfræðinga í einkavæðingu. Við mótmælum þessum vinnubrögðum harðlega og greiðum atkvæði gegn þessum útgjaldalið.