Fjáraukalög 2002

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 10:52:52 (2264)

2002-12-06 10:52:52# 128. lþ. 48.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[10:52]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu. Ég styð þetta frv. í heild sinni en tek það fram til áréttingar á skoðun minni sem ég kynnti í þinginu í gær að ég er andvígur einum lið í frv. sem er niðurfelling fjármagns til þátttöku í eignarhaldsfélögum á landsbyggðinni. Ég tel að sú breyting í frv. sé ekki í samræmi við afgreiðslu þingsins á tillögu ríkisstjórnarinnar um stefnu í byggðamálum. Í þingskjalinu segir svo, með leyfi forseta, í áliti meiri hluta iðnn.:

,,Nefndin telur jafnframt mikilvægt að styrkja varanlega rekstur atvinnuþróunarfélaganna ásamt eignarhaldsfélögum og atvinnuþróunarsjóðum.`` Það er því alveg ljóst, herra forseti, að vilji þingsins er sá að halda áfram að styðja við starfsemi eignarhaldsfélaga.