Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 10:58:31 (2267)

2002-12-06 10:58:31# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[10:58]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og ég gerði grein fyrir í ræðu í gærkvöldi við lokaumræðu um fjárlagafrv. munu þingmenn Frjálslynda flokksins greiða tillögum atkvæði eftir efni þeirra. Við munum styðja tillögur jafnt frá stjórnarandstöðu og stjórnarflokkunum eftir því sem okkur finnst um málefnið, líkt og við höfum ávallt gert, og vonumst við auðvitað til þess að sumar af þeim tillögum sem m.a. við flytjum og styðjum sérstaklega verði afgreiddar jákvætt. Að öðru leyti mun auðvitað afgreiðsla fjárlaganna í heild vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.