Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:12:29 (2276)

2002-12-06 11:12:29# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:12]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Enn er gerð tilraun til þess að bæta fjárhagsstöðu framhaldsskóla. Við 2. umr. fjárlaga var felld frá okkur tillaga um mun hærri upphæð. Hér er gerð tillaga um að tekin verði af framhaldsskólunum sú kvöð að fara í flatan niðurskurð um 370 millj. kr. Það er augljóst að framhaldsskólarnir hafa átt við fjárhagsörðugleika að etja nú um langt skeið og því miður hefur ekki verið vilji til þess að taka á þeim vanda, t.d. er gert ráð fyrir því miðað við tillögur sem hér liggja fyrir frá meiri hluta fjárln. og ríkisstjórn að nemendur í framhaldsskólum verði færri á næsta ári en á þessu ári og trúi því hver sem trúa vill.

Herra forseti. Hér er stigið skref í átt að því að bæta fjárhag framhaldsskólanna en miðað við atkvæðagreiðslutöfluna lítur ekki út fyrir að það sé vilji í þessum sal til þess að bæta stöðu þeirra.