Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:28:51 (2285)

2002-12-06 11:28:51# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:28]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þessi tillaga felur það í sér að gert verði sérstakt átak í uppbyggingu leiguíbúða en eins og allir þekkja ríkir neyðarástand nú á leigumarkaðnum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu en þar eru yfir 2.000 manns á biðlista. Þessi tillaga felur það í sér að komið verði á fót 600 leiguíbúðum á ári næstu fjögur árin, þ.e. 2.400 íbúðum, með 1% vöxtum en það er grundvallarmunur á lánskjörum frá því sem nú er. Ríkisstjórnin býður félagasamtökum, námsmönnum, Öryrkjabandalaginu og sveitarfélögum upp á vaxtakjör sem eru 3,5--4,5% sem eru óviðráðanleg, bæði fyrir félagasamtök og sveitarfélög, og því er lítið byggt af leiguíbúðum. Þessi tillaga mun lækka leigu á meðalleiguíbúð, þriggja herbergja íbúð, um 10--15 þús. kr. á mánuði.