Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:30:29 (2286)

2002-12-06 11:30:29# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:30]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu sem ætlað er að koma í veg fyrir að dragast þurfi saman þjónusta við fatlaða á Vestfjörðum. Sérstaklega snýr þessi tillaga að verkefnum sem hafa verið unnin á Hólmavík og þjónustu við fatlaða þar. Í tillögum frá meiri hlutanum sem hér verða greidd atkvæði um á eftir er komin fram tillaga um 4 millj. í þetta verkefni. Við flutningsmenn teljum að það dugi ekki til og þess vegna væri þinginu fyrir bestu og fólki á Vestfjörðum fyrir bestu að þessi tillaga okkar yrði samþykkt.