Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:32:18 (2287)

2002-12-06 11:32:18# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:32]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Atvinnulaus maður fær um 73 þús. kr. á mánuði í atvinnuleysisbætur. Skattleysismörkin eru nú sem kunnugt er liðlega 70 þús. kr. og koma þá rúmlega 3 þús. kr. til skattlagningar. Síðan koma stéttarfélagsgjöld, iðgjöld í lífeyrissjóð o.fl. En þegar upp er staðið fær hinn atvinnulausi einstaklingur um 68 þús. kr. í sinn hlut. Af þeim peningum lifir ekki nokkur maður.

Við erum að leggja til 115 millj. kr. framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð svo að unnt sé að greiða atvinnulausu fólki desemberuppbót á við það sem launafólk fær í vasann upp á tæpar 40 þús. kr.