Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:33:37 (2288)

2002-12-06 11:33:37# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:33]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti Þegar ríkisstjórnin gerði samkomulagið við aldraða um leiðréttingu á bótum til þeirra þá var hvorki tekið samhliða á atvinnuleysisbótunum, vasapeningum til vistmanna á stofnunum né ýmsum öðrum greiðslum úr velferðarkerfinu. Atvinnuleysi fer vaxandi og eins og kom fram áðan eru atvinnuleysisbætur rúmar 73 þús. kr. á mánuði. Ef atvinnuleysisbætur hefðu fylgt launavísitölu þá væru greiðslurnar 15 þús. kr. hærri á mánuði. Við leggjum til hækkun atvinnuleysisbóta til samræmis við launavísitölu og samkomulag Landssambands eldri borgara og ríkisstjórnarinnar í þessum lið. Ég segi já.