Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:43:53 (2294)

2002-12-06 11:43:53# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., KLM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:43]

Kristján L. Möller:

Hæstv. forseti. Við greiðum nú atkvæði um tillögu frá 1. minni hluta fjárln. um að veita 100 millj. kr. í öryggisaðgerðir hjá Vegagerðinni. Liðið vor var samþykkt nokkuð metnaðarfull umferðaröryggisáætlun. En sá galli var á henni að engir peningar fylgdu með. Það var hins vegar boðað hér í umræðu um umferðaröryggisáætlun, en sennilega hefur það bara gleymst við fjárlagagerð hjá hæstv. ríkisstjórn. Þess vegna gefst hæstv. ríkisstjórn og stjórnarsinnum nú kærkomið tækifæri til að greiða þessari tillögu atkvæði og standa þá við gefin loforð og veita 100 millj. kr. til Vegagerðarinnar til að útrýma og ganga hraðar fram í að útrýma slysasvæðum í vegakerfi okkar Íslendinga.