Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:58:49 (2298)

2002-12-06 11:58:49# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:58]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Vandi Sementsverksmiðjunnar er mikill. Sementssala hefur dregist gríðarlega saman á undanförnum missirum auk þess sem innflutningur hefur hafist á dönsku sementi sem er selt hér á undirverði. Þetta tvennt hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur verið rekið með miklu tapi árin 2001 og 2002. Stjórn Sementsverksmiðjunnar hefur á undanförnum mánuðum átt í viðræðum við iðnrh. og fjmrh. um aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækisins. Það er mín skoðun að vandi Sementsverksmiðjunnar verði ekki leystur með nýju hlutafé til að halda áfram taprekstri. Þar þurfa að koma til önnur ráð sem væntanlega líta dagsins ljós á næstunni. Þess vegna styð ég ekki þessa tillögu.