Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 12:02:08 (2300)

2002-12-06 12:02:08# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[12:02]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Í lið 7.12 er lagt til að ríkið taki þátt í hlutafjáraukningu í fiskeldi Eyjafjarðar fyrir allt að 102 millj. kr. Þetta er fremur óvenjuleg málsmeðferð og satt að segja nokkurs konar öfug einkavæðing. Venjan er sú að beina slíkum erindum til stofnana ríkisins sem fara með mál af þessu tagi eins og Byggðastofnunar eða Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Í öðru lagi vil ég benda á að í tölulið 5.5. hér á undan er búið að heimila fjmrh. að selja hlutafé Hafrannsóknastofnunar í fiskeldi Eyjafjarðar og láta andvirðið renna í sjóð í vörslu sjútvrn. og skal því varið til eldis sjávardýra og hafrannsókna. Ég átta mig ekki alveg á þessari tillögu og treysti mér ekki til að styðja hana.