Ástandið á kjötmarkaðnum

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 12:38:38 (2309)

2002-12-06 12:38:38# 128. lþ. 48.95 fundur 303#B ástandið á kjötmarkaðnum# (umræður utan dagskrár), GAK
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[12:38]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Vandi hefðbundinna kjötframleiðenda fer vaxandi. Bankastofnanir virðast nú orðið reka beint eða óbeint sum svína- og kjúklingabú. Þannig er haldið uppi óeðlilegri samkeppni við nautgripaframleiðendur og sauðfjárbændur. Gjaldþrot Goða hefur komið mjög illa við marga bændur sem framleiða dilka- og nautgripakjöt.

Það óeðlilega samkeppnisumhverfi sem sauðfjárbændur og nautgripaframleiðendur búa nú við verður auðvitað að lagfæra, og til framtíðar þarf að móta stefnu um hefðbundnar búgreinar sem taka eigi við. Þá stefumótun þarf að vinna, tryggja þarf að sveitir landsins haldist í byggð og gæði landsins verði nýtt.