Tekjustofnar sveitarfélaga

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 13:57:48 (2325)

2002-12-06 13:57:48# 128. lþ. 48.6 fundur 441. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (Jöfnunarsjóður) frv. 167/2002, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[13:57]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Í stuttu máli má segja að aðstaða lítilla tekjuhárra sveitarfélaga versni, þ.e. þau hafa fengið lítils háttar framlög úr jöfnunarsjóði t.d. til aksturs skólabarna sem ekki verður lengur.

Varðandi verkefnaflutninginn þá var bara tekið þarna á sjúkrastofnunum. Það er enn þá óleyst mál með framhaldsskólann. Það er seinni tíma verkefni að ræða það og reyndar tónlistarskóla líka.

En eins og ég sagði áðan er þetta samkomulag gert í mjög góðu og sveitarstjórnarmenn eru mjög ánægðir með það.