Almannatryggingar

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 14:16:08 (2333)

2002-12-06 14:16:08# 128. lþ. 48.9 fundur 413. mál: #A almannatryggingar# (skerðingarhlutfall tekjutryggingarauka) frv. 149/2002, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[14:16]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég endurtek að þetta frv. er í beinu framhaldi af gerðu samkomulagi. Við erum með þetta vasapeningamál til skoðunar og þrátt fyrir meint gott hjartalag ráðherra er ég, eins og aðrir, bundinn af fjárlögum og þeim ramma sem ég hef. Eigi að síður mun þetta verða skoðað. Ég vil geta þess að auðvitað hefur þróunin verið sú að lækka þetta skerðingarhlutfall. Það er ekki langt síðan bætur voru skertar króna á móti krónu en hlutfallið var lækkað ofan í 67% á síðasta ári og ofan í 45% núna þannig að þessi hefur verið þróunin. Við munum líta á vasapeningamálið í framhaldi af þessu en ég hef ekki niðurstöðu af því núna. (ÁRJ: Með jákvæðum augum.)