Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 16:31:03 (2376)

2002-12-10 16:31:03# 128. lþ. 50.6 fundur 324. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, rekstrartap, vextir o.fl.) frv. 152/2002, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[16:31]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir yfirgripsmikla og góða ræðu. Hann gat um að hann væri þeirrar skoðunar að há frítekjumörk leiddu oft til fátæktargildru. Ég vildi gjarnan fá nánari útlistun á því vegna þess að ég hef flutt frv. um flatan tekjuskatt, þ.e. engin frítekjumörk, og lækkun skattprósentu sem því nemur og hef töluverðan áhuga á að heyra hvernig þetta lítur út fræðilega séð.