Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 17:20:16 (2391)

2002-12-10 17:20:16# 128. lþ. 50.6 fundur 324. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, rekstrartap, vextir o.fl.) frv. 152/2002, Frsm. 1. minni hluta JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[17:20]

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því auðvitað, enda var ekki annað að skilja á málflutningi hv. þm. en hann ætlaði ekki að styðja hana. Spurningin er um hvort hann greiði atkvæði gegn henni. Það finnst mér skipta máli og málflutningur þingmannsins gekk í raun út á að það væri ekki nema ein afstaða í málinu, þ.e. að greiða atkvæði gegn þessari grein.

Hv. þm. svaraði því ekki hvort ég mætti vænta stuðnings hans við þær breytingar sem ég legg til varðandi hlunnindamatið og reiknaða endurgjaldið. Þar kem ég til móts við þá gagnrýni sem hefur verið sett fram. Ég tel að þar gæti verið um málamiðlun að ræða og það væri verulegur fengur í að fá hv. þm. í lið með mér nú milli 2. og 3. umr. þegar við fjöllum um þetta mál áfram í efh.- og viðskn. Ég leyfi mér því, herra forseti, með hliðsjón af málflutningi hv. þm., að spyrja hann hvort þetta væri leið sem hann gæti fallist á og að fylgja brtt. sem ég flyt við þetta mál.