Aukatekjur ríkissjóðs

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 21:12:09 (2416)

2002-12-10 21:12:09# 128. lþ. 50.9 fundur 322. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (ýmsar gjaldtökuheimildir) frv. 145/2002, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[21:12]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir hönd allrar efh.- og viðskn. fyrir nál. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

Nefndin fjallaði um málið og sendi það til umsagnar. Umsagnanna er getið á þingskjalinu. Nefndin gerir tillögu um smávægilega breytingu sem er vegna tilvísanavillu í frv. en að öðru leyti leggur nefndin til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Nefndin vill þó geta þess að fjallað var um gjald vegna friðlýsingar æðarvarpa og nefndin telur rétt að taka fram að ætlunin er eingöngu að taka gjald þegar óskað er eftir friðlýsingu í fyrsta sinn.