Vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu

Miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 15:11:37 (2475)

2002-12-11 15:11:37# 128. lþ. 52.1 fundur 147. mál: #A vatnsréttindi á Þjórsársvæðinu# fsp. (til munnl.) frá forsrh., forsrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 128. lþ.

[15:11]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég tel það alveg ótvírætt að þar sem eignarhlutur ríkisins jókst í fyrirtækinu vegna afhendingar á landréttindum þarna hafi gjald komið fyrir. Það liggur fyrir í mínum huga og eyða þarf óvissu þannig að ríkið standi við það að láta sitt á móti því gjaldi sem það hefur þegar fengið með eignarhlut í þessu fyrirtæki.

Varðandi það sem hv. þm. Ágúst Einarsson nefndi, um það sem snýr að Landsvirkjun og óróleika hjá borgaryfirvöldum í Reykjavík, veit ég ekki annað en að það sé góður meiri hluti fyrir réttri niðurstöðu þar þó að sá meiri hluti sé ekki hefðbundinn.