Íslenskt táknmál

Miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 15:32:18 (2483)

2002-12-11 15:32:18# 128. lþ. 52.7 fundur 403. mál: #A íslenskt táknmál# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 128. lþ.

[15:32]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda þessa fyrirspurn alveg sérstaklega og hæstv. menntmrh. fyrir svörin og ég fagna því að hann skuli hafa lýst því hér yfir að hann ætli að styrkja stöðu táknmálsins því að ég held að það sé mjög nauðsynlegt og tímabært.

Í síðasta mánuði sótti ég á vegum Norðurlandaráðs ráðstefnu, svokallaða Nordmål-ráðstefnu í Drammen þar sem rædd var staða móðurmála minnihlutahópa á Norðurlöndum. Þar fór einmitt fram mikil umræða um stöðu táknmálsins. Það kom í ljós að það hefur verið lögleitt eða að það er í þann veginn verið að lögleiða það sem móðurmál heyrnarlausra á hinum Norðurlöndunum. Ég held að það mundi leysa mörg af þeim vandamálum sem við erum að tala um ef það yrði gert því að þá kæmi túlkaþjónustan sjálfkrafa vegna þess samkomulags sem við höfum gert innan norrænu ríkjanna sem kallað er ,,sprogkonventionen`` sem tryggir túlkun fyrir minnihlutahópa.