Réttarstaða bifreiðastjóra sem aka eftir vegöxlum

Miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 16:01:10 (2495)

2002-12-11 16:01:10# 128. lþ. 52.4 fundur 340. mál: #A réttarstaða bifreiðastjóra sem aka eftir vegöxlum# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 128. lþ.

[16:01]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég tek undir að það var mjög mikilvæg umferðarbót þegar þessar vegaxlir voru gerðar svona úr garði eins og þær eru núna, að það er hægt að keyra viðstöðulaust út á þær.

En ég vildi vekja athygli á einu sem hefur a.m.k. tvisvar sinnum komið fyrir mig. Allt í einu þegar maður er að keyra á 90--100 km hraða á brautinni kemur einhver fram úr manni eins og snæljós hægra megin og hverfur út í buskann þannig að sjokkeraður bílstjóri hefur ekki ráðrúm til að taka eftir númeri. Ég veit að það eru margir fleiri sem hafa lent í þessu en ég og það virðast vera ákveðnir aðilar sem stunda þetta á brautinni. Hver er réttarstaða þess bílstjóra sem missir t.d. vald á bíl sínum við þessar aðstæður og hvað er hægt að gera í þessu máli? Hefur þetta verið rætt í ráðuneytinu?