Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 14:21:00 (2568)

2002-12-12 14:21:00# 128. lþ. 54.3 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[14:21]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að halda því til haga sem Samband sveitarfélaga skrifaði undir, þ.e. að falla frá því að þeir skipuðu í stjórnina. Í lögunum stendur að skipa skuli stjórn og að ráðherra skipi hana en þrjá samkvæmt tilnefningu sveitarstjórnar. Það er það sem þeir samþykktu að fella út. Það er ráðherra síðan í sjálfsvald sett hvort hann skipar fulltrúa sveitarstjórna eða ekki.

Hitt er oftúlkun á þessu samkomulagi, eins og lesa mátti úr framsöguræðu hæstv. heilbrrh., að það að keyra stjórnirnar út úr þessu lagafrumvarpi og afskipti sveitarstjórna af flokkun heilsugæslustöðva og starfssvæði þeirra, séu hluti af þessu samkomulagi. Það er algjör oftúlkun og hefur ekkert með þetta samkomulag að gera. Ég held að sé mjög mikilvægt að hæstv. heilbrrh. átti sig á því og segi það bara fullum fetum. Hann var byrjaður að draga í land með það og best að hann dragi það bara alveg í land.