Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 14:35:39 (2581)

2002-12-12 14:35:39# 128. lþ. 54.3 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[14:35]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hafði reyndar svarað því að þetta samkomulag við sveitarfélögin sem vitnað er til kallar ekki á breytingar á stjórn Landspítala -- háskólasjúkrahúss. Það er m.a. vegna þess, og einnig vegna þess að stjórnin er þingkjörin og gildir þannig annað um hana en stjórnir sjúkrastofnana. Það er ekki farið í breytingar þar innan húss. Hins vegar er full þörf á því að ræða stöðu mála varðandi þetta en það er ekki gert ráð fyrir því að þessar breytingar séu ekki lagðar fram. Umræðu er þörf um það.

Varðandi samanburð við stofnanir erlendis er unnið að kostnaðargreiningu verkefna á Landspítalanum -- háskólasjúkrahúsi og þar er unnið að afkastatölum. Samanburður verður áreiðanlega framkvæmanlegur innan tíðar ef svo er ekki nú þegar.