Skipulag ferðamála

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 15:04:54 (2592)

2002-12-12 15:04:54# 128. lþ. 54.2 fundur 447. mál: #A skipulag ferðamála# (afnám Ferðamálasjóðs) frv. 156/2002, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[15:04]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt sem hv. þm. segir, rekstrarárið er að verða liðið. Það er 12. desember í dag og þess vegna lítið eftir af rekstrarárinu.

Herra forseti. Lán frá Byggðasjóði hafa ekki verið mörg á umliðnum mánuðum og ég hygg að sjóðir Byggðastofnunar hafi verið tómir í ansi marga mánuði, ekki bara nú undir lok ársins.

Í öðru lagi vil ég taka undir það sem hv. þm. segir um að það þurfi þolinmótt fé í ferðaþjónustu. Þá vildi ég spyrja hv. þingmann hvort hann eigi við --- og sé sammála því --- að þetta þolinmóða fé þurfi annaðhvort að vera þannig að það geri ekki eins miklar kröfur til veðhæfni eigna vegna lána eða hvort það eigi að vera með lægri vöxtum?