Staðan í samningaviðræðum um Kárahnjúkavirkjun

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 16:37:25 (2614)

2002-12-12 16:37:25# 128. lþ. 54.95 fundur 317#B staðan í samningaviðræðum um Kárahnjúkavirkjun# (umræður utan dagskrár), JÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[16:37]

Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mér þykir þessi umræða dálítið undarleg. Ég verð að spyrja hæstv. forseta: Er það þannig að maður geti óskað eftir því að fara í ræðustól undir þeim lið að bera af sér sakir ef einhver flokkur sem maður er í eða hefur verið í er atyrtur með einhverjum hætti? Hversu langt nær það? Nær það yfir alla flokka sem menn hafa verið í eða munu verða í?