Lífeyrissjóður sjómanna

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 16:52:40 (2623)

2002-12-12 16:52:40# 128. lþ. 54.8 fundur 355. mál: #A Lífeyrissjóður sjómanna# (elli- og makalífeyrir) frv. 151/2002, PHB
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[16:52]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég mæli fyrir brtt. við frv. til laga um breyting á lögum nr. 45/1999, um Lífeyrissjóð sjómanna, sem ég flyt. Þetta er hreint tæknilegt atriði.

Þannig er að í frv. eru ekki gerð lagaskil varðandi þá sem þegar eru komnir á lífeyri, sem ætti að vera í bráðabirgðaákvæði. Að vísu stendur í greinargerð með 2. gr. að þeir makalífeyrisþegar sem þegar hafa fengið úrskurðaðan lífeyri skuli halda honum, en það vantar að taka tillit til þeirra sem eiga eftir að sækja um og þeirra sem búnir eru að sækja um, en ekki búnir að fá úrskurð.

Þessi brtt. tekur á þeim vanda þeirra maka og hugsanlega ellilífeyrisþega hjá Lífeyrissjóði sjómanna sem lenda á milli laga og gætir hagsmuna þeirra sem eru búnir að uppfylla skilyrði fyrir töku lífeyris en eru ekki búnir að sækja um af einhverjum ástæðum eða ekki búnir að fá úrskurðað um lífeyri.