Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 17:05:03 (2631)

2002-12-12 17:05:03# 128. lþ. 54.24 fundur 414. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (viðmiðun lífeyris) frv. 141/2002, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[17:05]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 653 um 414. mál, skyldutrygging lífeyrisréttinda.

Með frv. er lagt til að lífeyrissjóðum með bakábyrgð banka verði veitt rýmri heimild til þess að ákveða viðmið framreiknings lífeyrisréttinda en lögin gera ráð fyrir. Þannig geti þeir stuðst við aðrar launavísitölur sem Hagstofa Íslands birtir í stað meðalbreytingar dagvinnulauna hjá opinberum starfsmönnum samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með eftirfarandi breytingu sem hljóðar svo, með leyfi virðulegs forseta:

,,Lífeyrissjóðum með bakábyrgð ríkis eða sveitarfélaga sem kjósa að starfa áfram á óbreyttum réttindagrundvelli er þó heimilt að breyta viðmiðum sínum vegna töku lífeyris á grundvelli eftirmannsreglu, sbr. reglugerðir sjóðanna, þannig að lífeyrir breytist í samræmi við meðalbreytingar dagvinnulauna hjá opinberum starfsmönnum samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands, en lífeyrissjóðum með bakábyrgð banka er heimilt að styðjast við aðrar launavísitölur sem Hagstofa Íslands birtir, enda liggi fyrir samkomulag aðila kjarasamninga viðkomandi sjóðfélaga.``

Undir þetta nál. rita hv. þm. Vilhjálmur Egilsson, Kristinn H. Gunnarsson, Gunnar Birgisson, Ögmundur Jónasson, Jóhann Ársælsson með fyrirvara og frsm., Einar K. Guðfinnsson.