Úrvinnslugjald

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 10:42:32 (2730)

2002-12-13 10:42:32# 128. lþ. 57.3 fundur 337. mál: #A úrvinnslugjald# frv. 162/2002, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[10:42]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér eru greidd atkvæði um brtt. sem gerir ráð fyrir því að neytendur og frjáls félagasamtök á sviði náttúru- og umhverfisverndar eigi fulltrúa í stjórn Úrvinnslusjóðs. Það er afar mikilvægt að neytendur og frjáls félagasamtök eigi beina aðkomu að þessum sjóði og störfum sjóðstjórnar. Því er hér lagt til að sjóðstjórnin verði sjö manns en ekki fimm eins og frv. gerir ráð fyrir. Ég segi já.