Verkefni Umhverfisstofnunar

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 10:47:40 (2733)

2002-12-13 10:47:40# 128. lþ. 57.4 fundur 405. mál: #A verkefni Umhverfisstofnunar# (breyting ýmissa laga) frv. 164/2002, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[10:47]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér er um að ræða mál sem hefur verið unnið með nákvæmlega sama flýtinum og upphaflega málið, þ.e. frv. til laga um Umhverfisstofnun. Þetta mál, þessi bandormur hefði að sjálfsögðu átt að vera lagður fram sl. vor þegar frv. til laga um Umhverfisstofnun var lagt fram. Þetta hefur allt verið unnið í miklu flaustri og miklum asa og stressi og vegna þess að þetta er ekki nógu vel undirbyggt í heildina höfum við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu málsins.