Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 11:08:41 (2744)

2002-12-13 11:08:41# 128. lþ. 57.9 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv. 130/2002, ÁSJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[11:08]

Árni Steinar Jóhannsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Miðað við það fiskveiðistjórnarkerfi sem núverandi stjórnarmeirihluti styðst við leggst ég ekki gegn því að þetta fyrirkomulag verði haft á. Byggðakvótar eru til styrkingar og að færa yfir á milli ára miðað við þetta kerfi sem við búum við er ekki andstætt þeim hugmyndum sem við höfum um styrkingu byggða og í þorskeldismálum því styðjum við þetta frv.