Breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 11:22:27 (2750)

2002-12-13 11:22:27# 128. lþ. 57.17 fundur 426. mál: #A breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn# (vinnutími) þál., Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[11:22]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá utanrmn. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 58/2002, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.

Í nál. kemur fram um hvaða tilskipanir er að ræða en tilskipun nr. 2000/34/EB breytir tilskipun nr. 93/104/EB, um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma en breytingin felst aðallega í því að læknar í starfsnámi, þeir sem starfa við flutninga á vegum ásamt þeim sem vinna á sjó og í flugi munu falla undir gildissvið vinnutímatilskipunarinnar en þó er gert ráð fyrir ákveðnum undanþágureglum fyrir þessa hópa. Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi en frestur til að gera nauðsynlegar breytingar á lögum er til 1. ágúst 2003, en til 1. ágúst 2004 að því er varðar lækna í starfsnámi. Á fundi nefndarinnar kom m.a. fram hjá fulltrúa félmrn. að á málefnasviði ráðuneytisins þyrfti að breyta lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og að reiknað væri með að frv. þess efnis yrði lagt fram eftir áramót. Þá kom fram að á málefnasviði samgrn. hefði frv. til laga um breytingu á lagaákvæðum um vinnutíma sjómanna þegar verið lagt fram.

Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.