Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 15:16:44 (2791)

2002-12-13 15:16:44# 128. lþ. 59.2 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 128. lþ.

[15:16]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt að ég hefði bara pirrað einn þingmann Norðurl. e. við að mæta á þennan fund í Hrísey sem mér var boðið til en ég heyri að þeir hafa verið fleiri, og kannski fjölgar þeim hér á eftir, ég veit það ekki. Ég ætla ekki að fara að ræða um það hvenær var ákveðið að sigla í land úr þessari góðu eyju, og vísa til föðurhúsanna orðum hv. 1. þm. Norðurl. e. um að það hefði verið eitthvað ósmekklegt sem ég ræddi við eyjarskeggja um atvinnumál þeirra. En ég má kannski rifja upp fyrir hv. þm. Halldóri Blöndal að á þessum fundi lofaði hv. 1. þm. Norðurl. e. eyjarskeggjum því að tveir úr þingmannahópi Norðurl. e. yrðu skipaðir til að ganga sérstaklega í að ræða um atvinnumál Hríseyjar, eyjarskeggja, og mig langar að spyrja hv. þingmann: Hvenær var sú nefnd skipuð, eða er kannski ekki búið að skipa hana enn?