Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 15:37:25 (2801)

2002-12-13 15:37:25# 128. lþ. 59.2 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, iðnrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 128. lþ.

[15:37]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta mál snýst í raun um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Það er flutt að beiðni Akureyrarbæjar sem vill breyta þessu fyrirtæki í hlutafélag og er raunar nokkuð sérkennilegt að tilstyrk Alþingis þurfi til þess að svo geti orðið en þannig er nú raunin. En þetta er alveg í samræmi við það sem hefur áður verið gert í sambandi við önnur orkufyrirtæki, t.d. Hitaveitu Suðurnesja og Orkubú Vestfjarða. Þetta er algerlega sjálfstætt mál og hefur ekkert með það að gera að ný raforkulög hafi ekki verið samþykkt frá Alþingi. Þetta er sjálfstæð ákvörðun að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Ég segi já.