Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 15:38:28 (2802)

2002-12-13 15:38:28# 128. lþ. 59.2 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, SvanJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 128. lþ.

[15:38]

Svanfríður Jónasdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Samfylkingin styður það að sveitarfélögin í landinu hafi sem mest sjálfstæði og sem flest verkefni. Við viljum öflug sveitarfélög sem eiga vitaskuld að ráða því sjálf hvaða rekstrarform þau kjósa fyrir orkufyrirtækin sín. Þess vegna styðjum við að Akureyrarbær fái þær lagaheimildir sem þarf til að breyta Norðurorku í hlutafélag. Akureyskir sveitarstjórnarmenn munu síðan axla ábyrgð á þróun fyrirtækisins hér eftir sem hingað til enda á sú ábyrgð að vera á þeirra höndum.