Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 257. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 571  —  257. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 19/2002, um póstþjónustu.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Birgi Jónsson og Kristínu Helgu Markúsdóttur frá samgönguráðuneytinu, Hrafnkel Gíslason og Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun og Einar Þorsteinsson frá Íslandspósti hf.
    Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Bandalagi háskólamanna, Samtökum iðnaðarins og Íslandspósti hf.
    Með frumvarpinu er m.a. lagt til að þyngdarmörk og verðmörk bréfa sem falla undir einkarétt ríkisins verði lækkuð í tveimur þrepum. Lagt er til að 1. janúar 2003 lækki þyngdarmörkin úr 250 g í 100 g og verðmörkin úr fimm sinnum lægsta burðargjald í þrisvar sinnum lægsta burðargjald. Þann 1. janúar 2006 er síðan lagt til að þyngdarmörkin lækki í 50 g og verðmörkin í 2,5 sinnum lægsta burðargjald. Þessar breytingar eru í samræmi við þá þróun sem nú á sér stað innan Evrópusambandsins og miðar að opnun póstmarkaðarins.
    Meiri hlutinn styður framangreindar breytingar sem og aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu.
    Meiri hlutinn leggur til tvær breytingar á frumvarpinu. Þær eru lagatækilegs eðlis og hafa ekki efnislega breytingu í för með sér.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:


     1.      Við bætist ný grein er verði 6. gr. og orðist svo:
             Í stað orðanna „46. gr.“ í 1. mgr. 47. gr. laganna, er verður 48. gr., kemur: 47. gr.
     2.      2. mgr. 6. gr. orðist svo:
             Frá 1. janúar 2006 skulu þyngdarmörk 7. gr. laganna breytast úr 100 g í 50 g og verðmörk úr þrisvar sinnum lægsta burðargjald í 2,5 sinnum lægsta burðargjald.

    Magnús Stefánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. des. 2002.



Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.



Arnbjörg Sveinsdóttir.


Sigríður Ingvarsdóttir.


Kristján L. Möller.



Lúðvík Bergvinsson.