Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 321. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 580  —  321. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 12/1999, um Lífeyrissjóð bænda.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnheiði Snorradóttur og Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneytinu og Sigurbjörgu Björnsdóttur frá Lífeyrissjóði bænda.
    Umsagnir um málið bárust frá Lífeyrissjóði bænda og Landssamtökum lífeyrissjóða.
    Lagt er til í frumvarpinu að annars vegar verði felld niður skylduaðild þeirra maka bænda sem ekki starfa að búrekstri að lífeyrissjóðnum og hins vegar sú regla að iðgjöldum hjóna eða sambýlisfólks verði að skipta til helminga á milli þeirra en iðgjöldin verði þess í stað í réttu hlutfalli við reiknað endurgjald eða greidd laun hlutaðeigandi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. des. 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.


Árni R. Árnason.



Gunnar Birgisson.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Ögmundur Jónasson.



Guðmundur Árni Stefánsson.


Jónas Hallgrímsson.