Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 344. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 581  —  344. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um brottfall l. nr. 48/1966, um Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja (verslunarlánasjóð).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason frá viðskiptaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust frá Seðlabanka Íslands, Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, Íslandsbanka og Félagi löggiltra endurskoðenda.
    Með frumvarpinu er lagt til að lög nr. 48/1966, um Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja (verslunarlánasjóð), verði felld úr gildi þar sem Stofnlánadeildin og Íslandsbanki hf. sameinuðust árið 1998.
    Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristinn H. Gunnarsson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. des. 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.


Árni R. Árnason.



Gunnar Birgisson.


Jóhanna Sigurðardóttir



Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.



Jónas Hallgrímsson.