Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 244. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 594  —  244. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Arndísi Steinþórsdóttur og Þorstein Geirsson frá sjávarútvegsráðuneyti. Þá bárust umsagnir um málið frá Sjómannasambandi Íslands, Hafrannsóknastofnuninni, Vélstjórafélagi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Byggðastofnun.
    Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði heimilt að samþykkja að ónýttar aflaheimildir vegna tilrauna til áframeldis á þorski verði færðar milli fiskveiðiáranna 2001/2002 og 2002/2003. Þá er einnig lagt til að þær 500 lestir af óslægðum botnfiski sem ráðherra hafði til ráðstöfunar á fiskveiðiárinu 2001/2002 til stuðnings byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi skuli bætast við þær aflaheimildir sem ráðherra hefur til ráðstöfunar í sama tilgangi á fiskveiðiárinu 2002/2003.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    
Kristinn H. Gunnarsson ogVilhjálmur Egilsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. des. 2002.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Guðjón A. Kristjánsson,


með fyrirvara.



Guðmundur Hallvarðsson.


Hjálmar Árnason.


Jóhann Ársælsson,


með fyrirvara.



Svanfríður Jónasdóttir,


með fyrirvara.