Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 370. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 650  —  370. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Inga Val Jóhannsson og Óskar Pál Óskarsson frá félagsmálaráðuneyti og Guðmund Bjarnason og Einar Jónsson frá Íbúðalánasjóði.
    Umsagnir um málið bárust frá Iðnnemasambandi Íslands, Félagsstofnun stúdenta og FÍN – Félagsíbúðum iðnnema.
    Með frumvarpinu er lagt til að stjórn Íbúðalánasjóðs verði veitt heimild til að afskrifa hluta af skuldum félags eða félagasamtaka við sjóðinn gegn greiðslu á eftirstöðvum vanskila enda sé niðurfelling skulda liður í samræmdum aðgerðum kröfuhafa í tengslum við heildarendurskipulagningu á fjármálum viðkomandi. Er frumvarpið m.a. tilkomið út af alvarlegum greiðsluvanda Félagsíbúða iðnnema vegna reksturs þeirra á leiguíbúðum ætluðum námsmönnum.
    Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Pétur H. Blöndal skrifar ekki undir álitið.

Alþingi, 10. des. 2002.



Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Drífa Hjartardóttir.



Kristján Pálsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.


Ásta R. Jóhannesdóttir.



Steingrímur J. Sigfússon.












Prentað upp.