Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 3. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Nr. 2/128.

Þskj. 664  —  3. mál.


Þingsályktun

um athugun á orsökum fyrir háu matvælaverði á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd og ríki Evrópusambandsins.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna matvælaverð á Íslandi í samanburði við helstu nágrannalönd. Jafnframt verði reynt að gera grein fyrir hugsanlegum ástæðum mismunandi matvælaverðs, svo sem ólíkum verslunar- og framleiðsluháttum.
    Niðurstöðum þessarar athugunar skal skila til Alþingis innan sex mánaða frá samþykkt tillögunnar.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 2002.