Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 337. máls.
127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 728  —  337. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um úrvinnslugjald.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



    1. mgr. 16. gr. orðist svo:
    Umhverfisráðherra skipar sjö manna stjórn Úrvinnslusjóðs til fjögurra ára í senn. Umhverfisráðherra skipar formann stjórnar án tilnefningar, en sex meðstjórnendur skulu skipaðir að fenginni tilnefningu frá eftirtöldum aðilum: einn eftir sameiginlegri tilnefningu Samtaka fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna, einn frá Samtökum iðnaðarins, einn frá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, einn frá Neytendasamtökunum, einn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn eftir sameiginlegri tilnefningu frjálsra félagasamtaka á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Varaformaður sem skipaður er af ráðherra, eftir tilnefningu stjórnar, skal koma úr hópi stjórnarmanna.