Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 425. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 735  —  425. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Önnu Jóhannsdóttur frá utanríkisráðuneyti, Elvu Ósk Wiium frá fjármálaráðuneyti og Guðmund Guðbjarnason frá ríkisskattstjóra.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 86/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/65/EB frá 27. september 2001, um breytingu á tilskipunum 78/660/EBE, 83/349/EBE og 86/635/EBE að því er varðar matsreglur vegna ársreikninga og samstæðureikninga félaga af tiltekinni gerð sem og banka og annarra fjármálastofnana.
    Tilskipunin gerir ráð fyrir að aðildarríkin taki upp kerfi gangverðsreikningsskila fyrir tiltekin fjármálaskjöl en með því er stefnt að samræmingu fjármálaupplýsinga innan EES- svæðisins.
    Innleiðing tilskipunarinnar kallar á breytingar á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, en frumvarp þess efnis hefur enn ekki verið lagt fram en frestur til að gera nauðsynlegar lagabreytingar er til 1. janúar 2004.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Rannveig Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. des. 2002.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Magnús Stefánsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Björn Bjarnason.


Steingrímur J. Sigfússon.


                                  

Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.