Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 438. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 737  —  438. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 89/2002, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Önnu Jóhannsdóttur frá utanríkis- ráðuneyti, Jón Ögmund Þormóðsson frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og Guðjón Bragason frá félagsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 89/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun ráðsins 2001/86/EB frá 8. október 2001, um viðbætur við stofnsamþykktir fyrir Evrópufélög að því er varðar aðild starfsmanna.
    Eitt meginmarkmið tilskipunarinnar er að tryggja að reglur um aðild starfsmanna í þátttökufélögunum um stofnun Evrópufélags hvorki hverfi né minnki vægi þeirra við stofnun Evrópufélagsins en Evrópusambandið samþykkti 8. október 2001 reglugerð 2157/2001 um samþykktir fyrir Evrópufélög. Með þeirri reglugerð er félögum sem starfa í fleiri en einu ríki á Evrópska efnahagssvæðinu gefinn kostur á að stofna eitt félag sem starfi á grundvelli einna reglna um stjórn o.fl. í stað mismunandi reglna í aðildarríkjunum.
    Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og er frestur til að gera nauðsynlegar breytingar á lögum til 8. október 2004.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Rannveig Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. des. 2002.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Magnús Stefánsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Björn Bjarnason.


Steingrímur J. Sigfússon.



Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.