Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 168. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1004  —  168. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um útlendinga, nr. 96 15. maí 2002.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rögnu Árnadóttur frá dómsmálaráðuneyti. Þá bárust umsagnir frá félagsmálaráðuneytinu, Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Mannréttindaskrifstofu Íslands.
    Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, til samræmis við ákvæði nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), svonefnds Vaduz-samnings. Með þeim samningi var ákveðið að reglur EES-samningsins um frjálsa fólksflutninga skuli einnig gilda gagnvart EFTA-ríkjum sem ekki eru aðilar að EES. Reglurnar gilda þannig einnig um Sviss, en önnur EFTA-ríki, Ísland, Liechtenstein og Noregur, eru þegar aðilar að EES.
    Í EFTA-samningnum er eitt ákvæði víðtækara en EES-reglur og varðar það einstaklinga, óháð þjóðerni, sem starfa hjá aðila sem veitir þjónustu og hefur staðfestu eða starfsemi í EES- eða EFTA-ríki og eru því jafnframt gerðar breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það. Við meðferð málsins í nefndinni kom fram að betra væri að taka efnislega upp þann viðauka sem hér um ræðir (viðauka K við stofnsamning EFTA, sbr. b-lið ii í 16. gr. 1. viðbætis) í stað þess að vísa einungis til hans. Þykir það enn fremur samræmast betur íslenskri lagahefð. Nefndin leggur því til breytingu á orðalagi frumvarpsins hvað þetta atriði varðar. Þannig komi skýrt fram hverjir eigi rétt á dvelja hér í ákveðinn tíma án dvalarleyfis.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Efnismálsgrein b-liðar 2. gr. verði svohljóðandi:
                  Útlendingur, sem hvorki er ríkisborgari EES- eða EFTA-ríkis né aðstandandi slíks borgara, má koma til landsins án sérstaks leyfis til að veita þjónustu í allt að 90 starfsdaga á almanaksári, hafi hann leyfi sem jafngildir óbundnu atvinnuleyfi í EES- eða EFTA-ríki og er ráðinn hjá aðila sem veitir þjónustu og hefur staðfestu eða starfsemi þar.






Prentað upp.
     2.      6. gr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi.

Alþingi, 20. febr. 2003.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Guðrún Ögmundsdóttir.


Katrín Fjeldsted.



Jónína Bjartmarz.


Lúðvík Bergvinsson.


Ásta Möller.



Pétur Bjarnason.


Kjartan Ólafsson.


Ólafur Örn Haraldsson.