Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 548. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1028  —  548. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þóru Hjaltested frá viðskiptaráðuneytinu. Jafnframt bárust nefndinni umsagnir um málið frá Kauphöll Íslands, Seðlabankanum, Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, Fjármálaeftirlitinu, Félagi löggiltra endurskoðenda og Sambandi íslenskra tryggingafélaga.
    Með frumvarpinu er lagt til að stjórnvöldum verði veitt heimild til að stöðva eða koma í veg fyrir hvers konar fjármagnsflutning fyrir nafngreinda einstaklinga og lögaðila sem taldir eru upp í alþjóðlegum samþykktum sem Ísland er aðili að. Tilkynningar um skuldbindingar Íslands í þessu sambandi berast utanríkisráðuneytinu reglulega. Eðlilegt þykir að utanríkisráðuneytið taki afstöðu til þess hvaða skuldbindingar hvíli á Íslandi að þessu leyti og komi því á framfæri við Fjármálaeftirlitið að hve miklu leyti er skylt að birta slíkar tilkynningar á Íslandi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Gunnar Birgisson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. febr. 2003.


Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Árni R. Árnason.



Hjálmar Árnason.


Adolf H. Berndsen.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Össur Skarphéðinsson.


Ögmundur Jónasson.